Formúla 1

Verstappen: Red Bull ekki nógu gott til að vinna strax

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Max Verstappen heldur að Red Bull þurfi að sætta sig við að vera hægari en Ferrari og Mercedes til að byrja með.
Max Verstappen heldur að Red Bull þurfi að sætta sig við að vera hægari en Ferrari og Mercedes til að byrja með. Vísir/Getty
Max Verstappen, ökumaður Red Bull liðsins hefur sagt að RB13 bíll liðsins geti ekki ógnað Mercedes eða Ferrari í upphafi tímabils.

RB13 var fjórði fljótasti bíllinn áæfingum í Barselóna. Hann var á eftir Mercedes, Ferrari og Williams bílunum.

Red Bull mun þó líklega liggja á frammistöðu þangað til í Ástralíu næstu helgi. Bíllinn sem var kynntur og notaður á æfingum fyrir tímabilið var afar einfaldur. Adrian Newey, yfirhönnuður og loftflæðigúrú hjá Red Bull mun líklega beita snilli sinni enn frekar á bílinn og finna nokkur sekúndubrot með flóknari yfirbyggingu.

„Við verðum að bíða og sjá hversu góð við erum í rauninni,“ sagði Verstappen í samtali við De Telegraaf.

„Persónuega, held ég að við getum ekki barist um sigur í augnablikinu. Margt getur breyst yfir tímabilið en við erum ekki nógu góðir til að vinna eins og er,“ bætti Verstappen við.

„Eftir tímatökuna í Ástralíu munum við hafa betri sýn á stöðuna,“ hélt Verstappen áfram.

„Í augnablikinu held ég að bæði Ferrari og Mercedes verði fljótari en við, en vonandi munum við geta tekið framförum yfir tímabilið eins og í fyrra,“ sagði Verstappen.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×