Viðskipti erlent

Versta afkoma IBM í fjórtán ár

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tekjur IBM drógust saman sextánda ársfjórðunginn í röð.
Tekjur IBM drógust saman sextánda ársfjórðunginn í röð. Vísir/EPA
Tölvuframleiðandinn IBM átti versta ársfjórðung í fjórtán ár á síðasta ársfjórðungi. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ástæðuna vera að nýir viðskiptaliðir hafi ekki náð flugi. 

Tekjur fyrirtækisins drógust saman um 4,6 prósent og námu 18,7 milljörðum dollara, 2.300 milljörðum króna. Tekjurnar voru þó hærri en spár greiningaraðila.

Þetta var sextándi ársfjórðungurinn í röð þar sem tekjur fyrirtækisins drógust saman. Hlutabréf í IBM lækkuðu um fimm prósent í kjölfar tilkynningarinnar segir í frétt Reuters um málið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×