Viðskipti innlent

Verslunin Outfitters Nation Kringlunni lokar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ástæða lokunar er sú að Bestseller í Danmörk hefur ákveðið að loka öllum Outfitters Nation verslunum í Evrópu.
Ástæða lokunar er sú að Bestseller í Danmörk hefur ákveðið að loka öllum Outfitters Nation verslunum í Evrópu. vísir/gvA
Bestseller á Íslandi tilkynnir lokun verslunarinnar Outfitters Nation í febrúar. Ástæða lokunar er sú að Bestseller í Danmörk hefur ákveðið að loka öllum Outfitters Nation verslunum í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þar segir að nýtt vörumerki fyrir unglinga muni koma á markað í samstarfi Jack&Jones með haustinu, en það mun líkt og Outfitters Nation leggja áherslu á aldurshópinn 10-16 ára.

„Útsala er nú í fullum gangi í versluninni og verður tekið á móti viðskiptavinum út febrúar, á meðan vöruframboð leyfir. Rýmingarsala mun vera auglýst í lok vikunnar,“ segir í tilkynningunni.

Inneignanótur og gjafabréf sem gefin hafa verið út í Outfitters Nation gilda í öllum verslunum Bestseller á Íslandi, þ.e Vero Moda, Jack&Jones, SELECTED, VILA og name it.

„Við þökkum viðskiptavinum okkar kærlega fyrir viðskiptin síðastliðin átta ár.“  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×