Fótbolti

Verslunarmiðstöð rýmd í Nice vegna ótta um sprengju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frakkar taka enga áhættu þegar kemur að mögulegum hryðjuverkum.
Frakkar taka enga áhættu þegar kemur að mögulegum hryðjuverkum. Vísir/EPA
Staðarblaðið Nice Matin segir frá því að verslunarmiðstöð í Nice hafi verið rýmd í dag vegna ótta um að sprengja væri í byggingunni en hún var full af fólki.

Telegraph segir frá þessu á fréttasíðu sinni á netinu.

Fjölmargir Íslendingar eru nú staddir í Nice enda framundan leikur Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sem fer fram í Nice í kvöld.

Meira en tvö þúsund manns voru látin yfirgefa bygginguna eftir að grunnsamlegar flöskur fullar af gasi fundust við inngang verslunarmiðslaðarinnar Lingostiere Centre.

Franska lögreglan vildi ekki taka neina áhættu og sprengdi síðan flöskurnar undir eftirliti.  Lögreglan fór í gegnum bygginguna með byssur á lofti og skipaði fólki að yfirgefa verslunarmiðstöðina.

Lingostiere Centre er aðeins þriggja kílómetra fjarlægð frá Allianz Riviera leikvanginum þar sem leikurinn fer fram í kvöld.

Fyrir aðeins tveimur dögum var flugvöllurinn í Nice rýmdur vegna þessa að grunsamlegur pakki fannst þar.

Frakkar eru vel á verði þegar kemur að hugsanlegri hryðjuverkaógn eftir hryðjuverkaárásirnar í París í lok síðasta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×