Viðskipti innlent

Verslun sektuð fyrir slælegar verðmerkingar

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Gott rúm? Neytendastofa kannaði nýverið verðmerkingar í húsgagnaverslunum.
Gott rúm? Neytendastofa kannaði nýverið verðmerkingar í húsgagnaverslunum. Nordicphotos/Getty
Neytendastofa sektaði verslunina Rúm Gott um 50 þúsund krónur í kjölfar könnunar á ástandi verðmerkinga í húsgagnaverslunum í byrjun febrúar.

Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar hjá Rúm Gott að því er fram kemur á vef Neytendastofu, sem í kjölfarið beindi þeim fyrirmælum til verslunarinnar að lagfæra verðmerkingar sínar.

Kannaðar voru bæði verðmerkingar á húsgögnum og smávöru og kvittaði starfsmaður verslunarinnar fyrir komu Neytendastofu.

Í síðari skoðun Neytendastofu, í lok febrúar, kom í ljós að verslunin Rúm Gott hafði ekki farið að fyrirmælum Neytendastofu um að bæta verðmerkingar á smávöru.

Fyrirtækinu var enn gert viðvart með bréfi 5. mars.

Barst Neytendastofu svo tölvupóstur verslunarinnar daginn eftir um að verðmerkingar hefðu verið lagfærðar. Úrbætum var hins vegar ekki sinnt innan tilskilins frests og verslunin því sektuð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×