Viðskipti innlent

Verslun Guðsteins Eyjólfssonar til sölu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
„Ég vona að verslunin fái að lifa áfram.“ Þetta segir eigandi verslunar Guðsteins Eyjólfssonar á Laugavegi. Kaflaskil verða í sögu verslunarinnar á næstunni.

Verslunin var stofnuð af Guðsteini Eyjólfssyni árið 1918 og fluttist í núverandi húsnæði á Laugavegi árið 1929 þar sem hún hefur fest sig í sessi. Verslunin hefur í gegnum tíðina ávallt verið í eigu sömu fjölskyldunnar og farið í gegnum þrjár kynslóðir. Breyting verður þar á innan tíðar.

„Það er fyrirséð að fjórða kynslóð fjölskyldunnar tekur ekki við rekstrinum. Ég er sú eina sem kem að rekstrinum í dag,“ segir Svava Eyjólfsdóttir, verslunareigandi. „Við erum öll að eldast og verður einhvern staðar að setja punktinn. Ég tel farsælt að gera það á meðan vel gengur.“

Engin breyting verður gerð á rekstri verslunarinnar fyrst um sinn. Svava, sem hefur starfað í versluninni síðastliðin 30 ár, vonast til að þessi rótgróna verslun fái að lifa áfram undir nýjum eigendum.

Nánar í myndbandinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×