Viðskipti innlent

Verslun dregst saman á Laugavegi

BBI skrifar
Græna reiðhjólið sem lokar Laugaveg fyrir bílaumferð.
Græna reiðhjólið sem lokar Laugaveg fyrir bílaumferð. Mynd/Valli
Verslun á Laugavegi dregst saman milli ára auk þess sem öldruðum og fötluðum viðskiptavinum hefur fækkað mjög. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg og er þróunin rakin til þess að Laugavegurinn hefur verið gerður að göngugötu.

Þessa þróun lesa samtökin úr upplýsingum úr búðum félagsmanna sinna og reynslu þeirra. Samtökin segjast í tilkynningu treysta því að ekki verði gerðar fleiri tilraunir til að loka götunni.

Í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg eru um 100 félagsmenn. Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að undanfarið hafi fjölgað í hópnum. Björn segir að Laugavegurinn sé síðasta verslunargatan í Reykjavík og vill að öll þróun þar taki mið af verslun og verslunarstarfsemi.

Í gær tilkynnti borgin að Skólavörðustígurinn yrði göngugata einni viku lengur en fyrirhugað var. Fram kom að það væri vegna ánægju með fyrirkomulagið. Björn kann ekki skýringar á þessari ánægju á Skólavörðustíg. „Kannski er þróunin bara allt önnur þar," segir hann og útskýrir að samtökin sem hann er í forsvari fyrir taki aðeins til aðila við Laugaveg.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×