Lífið

Verslingar íhuga að mæta á ball MH

Baldvin Þormóðsson skrifar
Þýski tónlistarmaðurinn kemur fram á busaballi MH.
Þýski tónlistarmaðurinn kemur fram á busaballi MH. mynd/einkasafn
Þetta er frekar magnað, ég er mjög peppaður fyrir þessu, segir Gestur Sveinsson, formaður skemmtiráðs NFMH en þýski tónlistarmaðurinn Siriusmo spilar á busaballi Menntaskólans við Hamrahlíð sem fer fram í Vodafone-höllinni þann 3. september.

Ég er búinn að hlusta á hann í mörg, mörg ár og þegar við vorum að gesta lista yfir hvað okkur langaði að fá á ballið þá var hann alltaf efst, segir Gestur en tónlistarmaðurinn spilar nánast aldrei á tónleikum.

Síðan þegar við fengum óvænt svar til baka frá honum þá var umboðsmaðurinn hans meira að segja hissa, segir Gestur. „Það var frekar kúl.

Menntaskólar farnir að flytja inn tónlistarmenn

MH er hins vegar ekki eini skólinn til þess að flytja inn erlendan tónlistarmann á busaball sitt þetta árið en Verslunarskóli Íslands kemur einnig til með að flytja inn sænska tónlistarmanninn Basshunter.

Sigurður Þór Haraldsson, einn skipuleggjenda balls Verslunarskólans segist samgleðjast MH-ingum með Siriusmo.

Mér finnst þetta bara flott framtak, ég er að íhuga að mæta sjálfur, segir Sigurður Þór.

Hér fyrir neðan má heyra lag úr smiðju Siriusmo.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×