Enski boltinn

Verri byrjun hjá Mourinho en hjá bæði Moyes og Van Gaal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho á Stamford Bridge.
Jose Mourinho á Stamford Bridge. Vísir/Getty
Jose Mourinho átti að koma Manchester United til bjargar eftir frekar mögur ár undir stjórn David Moyes og Louis van Gaal en eftir stóran skell á Brúnni í gær þá eru örugglega einhverjir stuðningsmenn United farnir að efast.

Mourinho hefur verið þekktur fyrir að byrja vel með sín lið þegar hann tekur við en byrjunin með Manchester United á þessu tímabili er hinsvegar engin óskabyrjun.

Manchester United liðið steinlá 4-0 á móti Chelsea á Stamford Bridge í gær og er „bara“ í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir níu umferðir.

Liðið hefur aðeins náð í fjórtán stig í þessum níu leikjum og Manchester United hefur aðeins einu sinni áður verið með færri stig á sama tíma í sögu úrvalsdeildarinnar.

Það var 2014-15 þegar liðið náði aðeins í 13 stig í 9 fyrstu leikjunum undir stjórn Louis van Gaal.

David Moyes og Louis van Gaal voru báðir gagnrýndir fyrir störf sín sem knattspyrnustjórar en tölfræðingar eins og Spánverjinn Alexis Martín-Tamayo hafa bent á það að þeir Moyes og Van Gaal byrjuðu betur á Old Trafford en Mourinho.

Tapleikurinn á móti Chelsea var fjórtándi keppnisleikur United-liðsins undir stjórn Jose Mourinho. Manchester United hefur unnið 8, gert 2 jafntefli og tapað 4.

Undir stjórn Louis van Gaal var Manchester United með 10 sigra, 1 jafntefli og 3 töp í fyrstu fjórtán leikjum sínum og undir stjórn David Moyes var United-liðið með 8 sigra, 3 jafntefli og 3 töp í fyrstu fjórtán leikjunum.


Tengdar fréttir

Mourinho: Orð mín voru ætluð Conte en ekki ykkur

Stærsta tap Jose Mourinho í ensku úrvalsdeildinni kom á hans gamla heimavelli í dag. Þá valtaði Chelsea yfir lærisveina Mourinho í Man. Utd, 4-0. Hann hefur aðeins einu sinni tapað stærra á ferlinum en það var 5-0 tap gegn Barcelona árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×