Innlent

Verktakagreiðslur sérstaks saksóknara hafa numið 640 milljónum króna

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Vísir/Vilhelm
Embætti sérstaks saksóknara hefur varið rúmlega 640 milljónum króna í greiðslur til verktaka frá árinu 2009. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingar, um verktakakostnað embættis sérstaks saksóknara.

Í fyrirspurninni var spurt hver kostnaður embættis sérstaks saksóknara hafi verið vegna aðkeyptrar ráðgjafar og þjónustu verktaka til 1. október 2014. Í öðrum lið fyrirspurnarinnar var spurt til hvaða verkefna þjónustan var keypt, af hverjum og hve háar greiðslurnar voru til hvers og eins.

Í svarinu kemur fram að árið 2009 námu verktakagreiðslurnar 40,4 milljónum króna, 162,1 milljónum árið 2010, 140,6 milljónum árið 2011, 165,9 milljónum árið 2012, 108,5 milljónum árið 2013, en 23,2 milljónum fyrstu níu mánuði þessa árs.

Greiðslurnar má rekja til aðkeyptrar lögfræðiþjónustu, hugbúnaðarþjónustu, mannvirkjagerðar, öryggisgæslu, uppsetningu öryggiskerfis, endurskoðunar, ræstingar, annarrar sérfræðiþjónustu og fleira. Í svarinu er greiðslurnar sundurliðaðar.

Í svari ráðuneytisins segir að ráðuneytið hafi leitað til embættis sérstaks saksóknara til að svarafyrirspurninni og umbeðnar upplýsingar settar fram í töflu sem sjá má á í svarinu á Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×