Viðskipti innlent

Verklag alltaf til endurskoðunar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Gríðarlegt magn gagna vegna rannsóknar sakamála er að finna hjá Sérstökum saksóknara.
Gríðarlegt magn gagna vegna rannsóknar sakamála er að finna hjá Sérstökum saksóknara. Fréttablaðið/Pjetur
„Verklag hér er alltaf til endurskoðunar og menn eru að reyna að læra af reynslunni og gera hlutina rétt,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, aðspurður hvort búið sé að breyta verklagi um aðgang að gögnum embættisins.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að fulltrúi hjá skiptastjóra Milestone hefði fengið að róta eftirlitslaus í tvo daga í gagnageymslu embættisins, þar sem frumrit málsgagna í sakamálum er að finna ásamt gögnum fleiri mála. Ólafur vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það er enn í gangi milli lögmanns sakbornings í Milestone-málinu og Ríkissaksóknara.

Verjandi Karls Wernerssonar gerði kröfu um að gögn málsins yrðu afhent í síðasta lagi í gær þar sem fyrirtaka verður í sakamáli gegn honum í dag. Ríkissaksóknari hefur ekki orðið við þeirri kröfu verjandans né heldur svarað fyrirspurnum fréttastofu um málið.


Tengdar fréttir

Fékk að róta eftirlitslaus í gögnum saksóknarans

Verjandi Karls Wernerssonar hefur sent Ríkissaksóknara bréf þar sem hann krefst aðgangs að rannsóknargögnum vegna kæru á starfsháttum Sérstaks saksóknara vegna aðgangs skiptastjóra Milestone að gögnunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×