Innlent

Verkjaþing nú haldið hérlendis

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Sigríður Zoëga, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með verki.
Sigríður Zoëga, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með verki. Mynd/Kristinn Ingvarsson
Sigríður Zoëga, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með verki, hefur tekið við formennsku í norrænum samtökum um rannsóknir á verkjum.

Sigríður er fyrsti Íslendingurinn til að gegna formennsku í samtökunum sem miða að því að efla og deila þekkingu og niðurstöðum vísindarannsókna á verkjameðferð. Verkir eru algengir meðal almennings og hafa neikvæð áhrif á lífsgæði. Þrátt fyrir úrræði og aukna þekkingu er engu að síður fjöldi fólks með verki sem erfiðlega gengur að meðhöndla.

Samtökin standa fyrir vísindaþingi sem nú verður haldið hér á landi. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní




Fleiri fréttir

Sjá meira


×