Erlent

Verkföll í frönskum kjarnorkuverum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ekki er ljóst hvaða áhrif verkföllin munu hafa en Frakkar fá 75 prósent af öllu sínu rafmagni frá kjarnorkuverum.
Ekki er ljóst hvaða áhrif verkföllin munu hafa en Frakkar fá 75 prósent af öllu sínu rafmagni frá kjarnorkuverum. Vísir/EPA
Starfsmenn í frönskum kjarnorkuverum fara í dag í verkföll um allt landið í einn sólarhring og ganga þannig í lið með félögum sínum í olíuhreinsistöðvum vítt og breitt um landið. Ekki er ljóst hvaða áhrif verkföllin í kjarnorkuverunum munu hafa en Frakkar fá 75 prósent af öllu sínu rafmagni frá kjarnorkuverum.

Verkföllin í olíuhreinsistöðvunum eru þegar farin að valda vandræðum og í höfuðborginni París er þegar farið að bera á bensínskorti. Þá hafa starfsmenn í lestarkerfinu einnig farið í verkfall og óttast menn að ástandið muni ekki lagast fyrir evrópumótið í fótbolta sem hefst eftir tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×