Innlent

Verkfalli iðnaðarmanna afstýrt

Bjarki Ármannsson skrifar
Samið var við sex stéttarfélög iðnaðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara nú um sexleytið. Þannig var afstýrt verkfalli sem hefði annars hafist á miðnætti.

Félögin sem um ræðir eru Matvæla- og veitingafélag Íslands, Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag hársnyrtisveina, Grafía/FBM, Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Samiðn. Sameiginlegur fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun.

„Menn hafa bara komist að þeirri niðurstöðu að ekki verði lengra komist í þessari atrennu,“ sagði Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þá er bara að sjá hvort þeir sem greiða atkvæði um samningin séu sáttir.“


Tengdar fréttir

Áfram funda iðnaðarmenn

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir ástandið í viðræðunum „krítískt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×