Innlent

Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
SA kærði verkfallsboðunina til Félagsdóms sem kvað upp dóm sinn nú síðdegis.
SA kærði verkfallsboðunina til Félagsdóms sem kvað upp dóm sinn nú síðdegis. Vísir/GVA
Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Samningamenn Samtaka atvinnulífsins og Rafiðnaðarsambands Íslands sitja nú á fundi hjá Ríkissáttasemjara. SA fara með samningsumboð fyrir RÚV en Rafiðnaðarsambandið vill að SA geri sérstakan kjarasamning við tæknimennina. Því hefur SA hafnað.

Nýtt samningstilboð barst frá RÚV í dag varðandi það að hluti samningsins verði sérstaklega við RÚV. Rafiðnaðarsambandið fer yfir tilboðið í kvöld og á morgun en næsti fundur í deilunni er klukkan 10 á föstudag.

Hefði orðið af verkfallinu hefði það haft ýmsar afleiðingar. Til að mynda hefði ekki verið hægt að sýna landsleik Íslands og Kasakstan í beinni útsendingu á laugardaginn en nú er ljóst að hann verður sýndur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×