Innlent

Verkfall sjómanna: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja niðurstöðuna vonbrigði

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Samninganefndir náðu saman um samninga í sumar. Þeir voru síðar felldir í atkvæðagreiðslu sjómanna.
Samninganefndir náðu saman um samninga í sumar. Þeir voru síðar felldir í atkvæðagreiðslu sjómanna. Vísir
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gefið út yfirlýsingu varðandi verkfallsboðun sjómanna sem samþykkt var í dag.

Samkvæmt yfirlýsingunni telur SFS niðurstöðuna vonbrigði. „Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja niðurstöðuna vonbrigði. Það er á sameiginlegri ábyrgð allra aðila að reyna til þrautar að koma í veg fyrir að starfsemi stöðvist um lengri eða skemmri tíma vegna verkfallsaðgerða. SFS bindur vonir við að aðilar leggi allt kapp á að ná saman um samning áður en verkfall hefst.

Samninganefndir náðu saman um samninga í sumar, en þeir voru síðar felldir í atkvæðagreiðslu sjómanna. Nú vekur jafnframt athygli að nokkur fjöldi sjómanna kýs að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Með hliðsjón af þessu er sérstaklega brýnt að aðilar setjist enn á ný niður og reyni að ná samkomulagi um kjaramál. Verkfall er neyðarúrræði og komi til þess mun það valda samningsaðilum og samfélaginu öllu tjóni,” segir á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Allsherjar vinnustöðvun sjómanna mun hefjast klukkan 23:00 þann 10. nóvember ef samningar nást ekki.


Tengdar fréttir

Sjómenn vilja láta sverfa til stáls

Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir.

Engin niðurstaða í kjaraviðræðum sjómanna

Reynt verður til þrautar að ná samkomulagi í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarmanna á næstu dögum. Sjómenn ætla að grípa til verkfallsaðgerða ef ekki tekst að leysa deiluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×