Innlent

Verkfall hófst á miðnætti

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Gylfi Ingvarsson.
Gylfi Ingvarsson. vísir/vilhelm
 Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins.

Gylfi Ingvarsson, formaður samninganefndar starfsmanna, var ánægður með úrskurðinn í gærkvöldi. „Við hefðum þó viljað sjá þau eyða þessum tíma í að ræða við okkur í staðinn. Markmiðið með aðgerðunum er að fá þau að samningsborðinu en þegar við höfnuðum því að fresta verkfallinu ákváðu þau að fara í þessa vegferð,“ sagði Gylfi.

Gylfi sagði verkfallsverði mæta á svæðið á miðnætti þar sem stjórn álversins gæti hugsanlega farið að setja aðra til starfa þá. „Það er alveg ljóst að það verða menn á staðnum til að fylgjast með því að ekki verði framið verkfallsbrot.“

Kjaradeilan hefur nú staðið yfir í hátt í ár og er næsti samningafundur settur klukkan eitt í dag hjá ríkissáttasemjara.


Tengdar fréttir

Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum

Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar.

Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku

Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×