Innlent

Verkfall flugvirkja hefst klukkan 06:00

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands mætir til fundar hjá Ríkissáttasemjara.
Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands mætir til fundar hjá Ríkissáttasemjara. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Fundi Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair sem hófst klukkan 13:00 í gær lauk í nótt klukkan 02:30 án áragurs og því ljóst að verkfall flugvirkja hjá Icelandair hefst klukkan 06:00.
 
Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands sagði að Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair gerðu flugvirkjum tilboð í kvöld sem þeir svöruðu. Því hafi svo verið hafnað af SA.

Ekki hefur verið boðað til annars fundar hjá Ríkissáttasemjara. 

Tengdar fréttir

Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA

Framkvæmdastjóri SA segir ekkert dæmi um viðlíka hækkun líkt og flugvirkjar fara fram á síðustu áratugi. Boðað hefur verið til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun.

Krafa flugvirkja er 20% launahækkun

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar.

Grunnlaunin um 440 þúsund krónur

Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið.

Afbókanir berast vegna verkfallshótana

"Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×