Viðskipti erlent

Verizon að kaupa Yahoo

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Líklegt þykir að Verizon Communications muni tilkynna á morgun að fyrirtækið ætli að kaupa Yahoo. Kaupverðið er talið vera um fimm milljarðar dala, eða um 600 milljarðar króna. Hvorugt fyrirtækið hefur viljað viðurkenna að samkomulag hafi nást en fjölmiðlar ytra fullyrða það.

Samkvæmt Reuters fréttaveitunni mun samkomulagið binda enda á óvissu um framtíð Yahoo sem hefur átt erfitt með að halda í við keppinauta sína. Þá hefur Yahoo átt í vandræðum með að ná hagnaði.

Breska ríkisútvarpið heldur því fram Verizon muni sameina Yahoo við AOL og þannig búa til fyrirtæki sem getur átt í samkeppni við fyrirtæki eins og Google og Facebook.

Búist er við því að kaupin verði tilkynnt áður en markaðir opna í Bandaríkjunum á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×