Viðskipti innlent

Veritas kaupir Gengur vel

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, tekur við lyklunum úr hendi Þuríðar Ottesen, stofnanda Gengur vel.
Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, tekur við lyklunum úr hendi Þuríðar Ottesen, stofnanda Gengur vel.
Veritas Capital ehf. hefur keypt allt hlutafé í fyrirtækinu Gengur vel ehf., sem stofnað var árið 2003 af Þuríði Ottesen. Í tilkynningu segir að markmið Gengur vel hafi verið frá upphafi að koma á markað fyrsta flokks heilsuvörum sem bæta heilsu fólks, bæta líðan og fyrirbyggja sjúkdóma.

Fyrirtækið selur mörg vörumerki á þessu sviði og má þar nefna NutriLenk, Natures Aid vítamín, Magnesium Sport, Pro Staminus, Raspberry Ketones, Pro gastro, Benecos snyrti- og húðvörur og fleira.

Veritas sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu og er móðurfélag fyrirtækjanna Artasan, Distica, Medor og Vistor, sem sérhæfa sig í sölu, markaðssetningu og dreifingu á lyfjum, lækningatækjum, hjúkrunarvörum og fleiri heilbrigðistengdum vörum.

Fyrirhugað er að Gengur vel renni saman við Artasan þegar fram líða stundir. Framkvæmdastjóri Artasan er Brynjúlfur Guðmundsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×