Bílar

Verður þessi dýrasti bíll heims?

Finnur Thorlacius skrifar
Ferrari 250 GTO, árgerð 1962.
Ferrari 250 GTO, árgerð 1962.
Sá bíll sem selst hefur á hæsta verði allra bíla er 1962 árgerðin af Ferrari 250 GTO sem seldist fyrir 4,25 milljarða króna árið 2014. Þessi bíll sem hér sést á mynd mun hinsvegar taka af honum þann titil ef hann selst á því verði sem sett er upp, eða 6,34 milljarðar (45 milljón pund).

Bíllinn er nú til sölu í Bretlandi, en hann er einnig af gerðinni Ferrari 250 GTO og af sömu árgerð og sá dýrasti hingað til, eða 1962. Þessi bíll var annar í röðinni sem smíðaður var af þessum goðsagnarkennda bíl og var notaður við prófanir í verksmiðjum Ferrari og þróun GTO bíla fyrirtækisins. Eftir það var hann seldur á almennum markaði í lok árs 1962.

Það kemur brátt í ljós hvort einhver með fulla vasa af peningum stekkur á það háa verð sem sett er á þennan söfnunarbíl. Það gæti hugsanlega verið góð fjárfesting því verð á svona bílum hefur ekkert gert nema hækka á undanförnum árum. Þess má geta að annar dýrasti bíll heimsins í dag er einnig frá Ferrari og er 1957 árgerðin af Ferrari 335 Sport Scaglietti og seldist hann á 4,09 milljarða króna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×