Körfubolti

Verður serían í ár spegilmynd af seríunni í fyrra?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Axel Vilhjámsson og félagar í Keflavíkurliðinu geta komist áfram í kvöld.
Hörður Axel Vilhjámsson og félagar í Keflavíkurliðinu geta komist áfram í kvöld. Vísir/Anton
Keflavík tekur í kvöld á móti Tindastól í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta og kemst í undanúrslitin í fyrsta sinn í sex ár með sigri.

Leikur liðanna fer fram í TM-höllinni í Keflavík, hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Serían hefur þróast nákvæmlega eins og sería liðanna í átta liða úrslitunum í fyrra með þeirri undantekningu að liðin tvö eru í hinu hlutverkinu í ár.

Í átta liða úrslitunum í ár kemur Tindastóll inn í einvígið úr 3. sæti en Keflavík úr 6. sæti. Í fyrra kom Keflavík inn úr 3. sæti en Tindastóll endaði þá í sjötta sætinu.

Tindastóll sló Keflavík út 3-1 í fyrra, vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og tryggði sér síðan sæti í undanúrslitunum með öruggum sigri á heimavelli.

Keflvíkingar hafa farið sömu leið í ár. Þeir byrjuðu á því að vinna fyrsta leikinn á útivelli og fylgdu því síðan eftir með sigri á heimavelli sem kom þeim í 2-0. Stólarnir minnkuðu muninn í 2-1 með sannfærandi sigri á heimavelli í síðasta leik en annan leikinn í röð frá Keflvíkingar tækifæri til að senda Tindastólsliðið í sumarfrí.



Verða ...



Átta liða úrslitin 2016

3. sæti Keflavík

6. sæti Tindastóll

Leikur 1: Tindastóll(6.) vann á útivelli með 10 stigum (100-90)

Leikur 2: Tindastóll (6.) vann á heimavelli með 16 stigum (98-80)

Leikur 3: Keflavík (3.) vann á heimavelli með 24 stigum (95-71)

Leikur 4: Tindastóll (6.) vann á heimavelli með 30 stigum (98-68)



... spegilmynd af ....



Átta liða úrslitunum 2017

3. sæti Tindastóll

6. sæti Keflavík

Leikur 1: Keflavík (6.) vann á útivelli með 8 stigum (110-102, tvíframlengt)

Leikur 2: Keflavík (6.) vann á heimavelli með 6 stigum (86-80)

Leikur 3: Tindastóll (3.) vann á heimavelli með 27 stigum (107-80)

Leikur 4: Í kvöld klukkan 19.15




Fleiri fréttir

Sjá meira


×