Verđur Noregur síđasti andstćđingur Íslands fyrir EM?

 
Fótbolti
12:00 14. JANÚAR 2016
Norska liđiđ tapađi fyrir Ungverjalandi í umspilinu fyrir EM.
Norska liđiđ tapađi fyrir Ungverjalandi í umspilinu fyrir EM. VÍSIR/GETTY

Norska blaðið Dagbladet fullyrðir að Ísland muni spila landsleik gegn Noregi í Ósló skömmu fyrir EM í Frakklandi í sumar. Fótbolti.net greindi frá þessu í morgun.

Samkvæmt fréttinni verður leikurinn á milli 30. maí og 7. júní en samkvæmt heimildum Vísis vonast forráðamenn Knattspyrnusambands Íslands til þess að spila tvo landsleiki á þessum dögum.

KSÍ hefur ekki gefið út hvaða liðum Ísland mætir í vor en vonir standa til að fyrri leikurinn af þessum tveimur fari fram á Laugardalsvelli - hinn á útivelli. Samkvæmt því er líklegt að leikurinn gegn Noregi verði síðasti leikur Íslands fyrir EM, ef fréttir Dagbladet reynast réttar.

Ísland mætir tveimur liðum í mars en aðeins hefur verið gefið út að Ísland mætir Grikklandi ytra þann 29. mars.

Noregur komst í umspil um sæti á EM í Frakklandi en tapaði fyrir Ungverjalandi, sem er með Íslandi í riðli á mótinu í sumar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Verđur Noregur síđasti andstćđingur Íslands fyrir EM?
Fara efst