Sport

Verður fyrir miklu kynþáttaníði á netinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Woodley fagnar eftir að hafa tryggt sér heimsmeistaratitilinn í veltivigt UFC.
Woodley fagnar eftir að hafa tryggt sér heimsmeistaratitilinn í veltivigt UFC. vísir/getty
Það er um mánuður síðan Tyron Woodley varð heimsmeistari í veltivigt UFC, þyngdarflokki Gunnars Nelson, og mánuðurinn hefur ekki verið eins og hann bjóst við.

Þetta átti að vera tími gleði en það hefur alls ekki verið þannig hjá Woodley.

„Síðustu vikur sem meistari hafa verið allt öðruvísi en ég átti von á. Það er drullað yfir mig. Sagt að ég sé ekki nógu góður og ég veit ekki hvað. Samt er ég meistarinn,“ sagði Woodley en hann gerði sér lítið fyrir og rotaði Robbie Lawler í fyrstu lotu og náði þannig í beltið með stæl.

Það sem hefur þó komið Woodley mest á óvart er allt kynþáttaníðið sem hann hefur mátt þola á samfélagsmiðlum.

„Ég er kallaður negri og api og allt slíkt á samfélagsmiðlum. Ég eyði þessu og blokka þetta fólk en það kemur bara til baka,“ segir Woodley hissa.

„Fólk býr bara til nýjan aðgang og heldur áfram. Það er ótrúlegt að fólk geti eytt mörgum klukkutímum af degi sínum í að vera svona neikvætt. Ég hef skoðað síður sumra og það er allan daginn að drulla yfir svarta íþróttamenn.“

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×