Innlent

Verðmunur milli hverfa eykst áfram

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Verðmunur fasteigna í dýrasta og ódýrasta hverfinu á höfuðborgarborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri en nú, og munar allt upp í 75 prósentum á fermetraverði. Formaður félags fasteignasala gerir þó ráð fyrir að munurinn haldi áfram að aukast. 

Í hagsjá Landsbankans kemur fram að verðbilið á milli hverfa hafi verið að aukast frá árinu 2003 þegar dýrasta hverfið var 30 prósentum dýrara en það ódýrasta. Munurinn minnkaði svo aftur fram til ársins 2008 en hefur síðan aukist að nýju og er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Ingibjörg Þórðardóttir, d
ormaður félags fasteignasala, segir að fasteignasalar séu meðvitaðir þá stöðu sem upp er komin.

„Það hefur náttúrlega verið mikil aðsókn í íbúðir miðsvæðis og það má kannski að stórum hluta segja að það sé vegna aukins fjölda ferðamanna. Það hefur alltaf verið dýrara að búa í miðbænum og það má kannski segja að við höfum verið eftir á hvað það varðar,“ segir hún.

Ingibjörg segir muninn á milli dýrustu og ódýrustu hverfanna á höfuðborgarsvæðinu enn vera að aukast. 



„Því miður þá óttast ég að það verði erfiðara og erfiðara fyrir unga fólkið til dæmis að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Ég yrði ekkert hissa á því að það munaði helmingi á betri eignum miðsvæðis og þeim sem fjær eru,“ segir Ingibjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×