Viðskipti innlent

Verðmunur á milli hverfa aldrei meiri

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Aldrei hefur verið meiri munur á hæsta og lægsta fermetraverði í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Bilið hefur breikkað hratt á síðustu árum og flest bendir til þess að sú þróun haldi áfram að segir hagfræðingur.

Hagfræðideild Landsbankans birti nýverið lista yfir fermetraverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu eftir hverfum. Miðborgin er í efsta sæti en þar á eftir kemur Sjáland í Garðabæ, Melar og Hagar í Vesturbænum, Akrar í Garðabæ og í fimmta sæti er Seltjarnarnes. Í öll þessum fimm hverfum er fermetraverð yfir 300 þúsund krónur.

70% munur er á hæsta og lægsta fermetraverði í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Fermetraverð í miðborginni er að meðaltali 335 þúsund krónur en 192 þúsund krónur á Vöngum í Hafnarfirði.

„Við erum byrjuð að sjá þróun sem var á árunum fyrir hrun. Það er mikill munur á mili hverfa og hann er að vaxa. Sum hverfi eru að taka forystuna á meðan önnur hækka hægar í verði. Munur í verðbreytingu á milli ára er mjög mikill, allt frá einu prósenti og allt upp í 17 prósent,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur á hagfræðideild Landsbankans.

Garðabær á þrjú hverfi í efstu sex sætunum. Ari segir það sýna vinsældir bæjarfélagsins. „Garðabær er greinilega eftirsóttur. Þar er líka mikið af nýju húsnæði og hverfi í uppbyggingu. Það er alveg greinilegt að Garðabær er 'inn',“ segir Ari.

Verðsamanburður á hverfum á höfuðborgarsvæðinu:

       2011 - 2012 - 2013

Miðborg

261.675 - 303.325 - 335.921

Sjáland

263.172- 282.208 -317.950

Melar og Hagar

264.859 - 280.623 -309.427

Akrar

237.491 - 266.408 - 301.651

Seltjarnarnes

261.921 - 269.193 - 301.046

Annað Garðabæ

244.054 - 253.447 - 297.205

Lönd

255.054 - 260.647 - 294.266

Grandar

247.620 - 257.831 - 291.245

Hlíðar

236.408 - 259.080 - 287.426

Teigar og Tún

260.020 - 259.074 - 285.876

Salir

233.942 - 255.617 - 275.665

Kórar,Hvörf,Þing

228.967 - 249.564 - 269.639

Kópavogur N

225.690 - 247.487 - 267.953

Smárar

231.658 - 255.719 - 267.033

Lindir

219.758 - 245.834 - 265.208

Vogar, Reykjavík

222.478 - 245.355 - 260.282

Berg, H

211.756 - 233.652 - 255.711

Heimar

213.016 - 238.400 - 251.127

Grafarholt

221.825 - 236.527 - 250.067

Borgir

214.102 - 223.985 - 249.256

Mosfellsbær

216.151 - 236.590 - 248.244

Ásar, H

230.469 - 243.333 - 244.559

Foldir

214.342 - 229.609 - 243.853

Háaleitisbraut

204.822 - 235.473 - 242.823

Rimar

215.720 - 220.145 - 242.756

Víkur

203.600 - 220.713 - 236.524

Vellir

210.967 - 224.128 - 232.450

Engi

210.360 - 222.549 - 232.326

Hraunbær

203.380 - 214.410 - 230.121

Hús

208.306 - 222.621 - 224.825

Sel

178.756 - 186.941 - 206.763

Hólar

187.513 - 198.236 - 205.245

Hraun - Hafnarfirði

182.718 - 196.392 - 201.633

Álfaskeið,

189.524 - 180.475 - 201.462

Vangur

185.431 - 190.572 - 192.739






Fleiri fréttir

Sjá meira


×