Viðskipti innlent

Verðlagseftirlit ASÍ: Verð á mjólkurvörum hækkar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Verð á mjólkuvörum hefur hækkað í öllum verslunum.
Verð á mjólkuvörum hefur hækkað í öllum verslunum. Vísir/GVA
Verð á mjólkurvörum hefur hækkað í öllum verslunum séu niðurstöður verðkannana Verðlagseftirlits ASÍ frá 11. maí sl. bornar saman við niðurstöður verðkannana frá 5. október. Verðkannanirnar eru framkvæmdar í lágvöruverslunum, þjónustuverslunum og stórmörkuðum víða um land.

Í frétt á vef ASÍ kemur fram að algeng hækkun á verði á mjólkurvörum, ostum og viðbiti hafi verið um fjögur prósent. Sem dæmi má nefna að einn lítri af Fjörmólk hækkaði um allt að 9 prósent, 250 gr. af ósöltuðu smjöri hækkaði um allt að 9-12 prósent og 500 gr. af hreinu smjöri hækkaði um 2-7 prósent.

Jafnframt kemur fram að verð hafi hækkað á næstum öllum vöruflokkum sem eru hluti af verðkönnunum ASÍ. Á því tímabili sem kannanirnar voru gerðar hækkaði verð frekar en að lækka. Í verslunum Iceland og Hagkaupum hafði verð hækkað í um 60% tilvika. Í öllum verslunum var þó sama verð á milli mælinga í þónokkrum vöruflokkum.

Lesa má nánar um verðkönnunina á vef ASÍ. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×