Viðskipti erlent

Verðhjöðnun á Bretlandi í fyrsta sinn í yfir hálfa öld

ingvar haraldsson skrifar
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands. vísir/getty
Verðhjöðnun mældist á Bretlandi í fyrsta sinn síðan árið 1960 en í apríl hafði verðlag lækkað um 0,1 prósent á síðustu 12 mánuðum.



BBC
hefur eftir Mark Carney, bankastjóra Englandsbanka, að verðbólga verði afar lág á næstu mánuðum. Carney býst við að verðbólga muni fara hækkandi í árslok og nálgast tveggja prósenta verðbólgumarkmið.

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, segir mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart verðhjöðnun og stjórnvöld séu vel undirbúin að bregðast við haldi verðlag áfram að lækka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×