MIĐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR NÝJAST 15:23

Karlmađur kćrđur fyrir ađ ógna piltum međ hnífi í Árbć

FRÉTTIR

Verđbólgan til friđs í ţrjú ár

 
Viđskipti innlent
07:00 28. JANÚAR 2017
Bensínverđ hćkkar.
Bensínverđ hćkkar. VÍSIR/ANTON BRINK

Verðbólga í janúar mælist 1,9% og er óbreytt frá síðasta mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Verðbólga hefur verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans í þrjú ár samfleytt, og Greining Íslandsbanka telur útlit fyrir að svo verði enn um sinn.

„Styrking krónunnar síðustu misseri skýrir þessa þróun nær alfarið og þróun krónu mun ráða hvað mestu um hvort verðbólga helst áfram hófleg eða eykst á komandi fjórðungum,“ segir Greining.

Útsölur höfðu veruleg áhrif til lækkunar neysluverðsvísitölunnar í janúar. Föt og skór lækkuðu í verði um tíu prósent, húsgögn og heimilisbúnaður um 10,3 prósent og raftæki um 14,9 prósent.

Þá lækkuðu flugfargjöld til útlanda um 12,2 prósent. Sem fyrr er húsnæðisliðurinn mesti áhrifavaldurinn til hækkunar á neysluverðsvísitölunni.

Reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar þróun íbúðaverðs að mestu leyti, hækkaði um 1,3 prósent.

Eldsneytisverð hækkaði um tæp 3,8 prósent sem skýrist af hækkun opinberra gjalda og hækkun innflutningsverðs.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Verđbólgan til friđs í ţrjú ár
Fara efst