Viðskipti innlent

Verðbólgan minnkar í júlí

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verðlag lækkaði í júlí.
Verðlag lækkaði í júlí.
Tólf mánaða verðbólga er 2,4% en tólf mánaða verðbólga án húsnæðis er 1,4%, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Neysluverðsvísistalan í júlí lækkaði um 0,17%. Sumarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 11,6%. Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 17%.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,4% og vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 1,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3% sem jafngildir 1,0% verðbólgu á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×