Viðskipti innlent

Verðbólga innan vikmarka Seðlabankans

ingvar haraldsson skrifar
Verðbólgan nú er því innan verðbólgumarkmiðs Seðlabankans.
Verðbólgan nú er því innan verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. vísir/gva
Verðbólga á síðustu 12 mánuðum mælist 1,6 prósent. Verðbólgan nú er því innan verðbólgumarkmiðs Seðlabankans.

Án húsnæðis er 0,1 prósenta verðhjöðnun samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,0 prósent sem jafngildir 3,9 prósenta verðbólgu á ári en 1,1 prósenta verðbólgu án húsnæðis. Í mars hækkaði vísitala neysluverðs um 1,02 prósent og er nú 426,4 stig.

Ástæða hækkunar vísitölu neysluverðs er m.a. að vetrarútsölum er nú lokið. Verð á fötum og skóm hækkaði um 9,1 prósent. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð leiga) hækkaði um 1,6 prósent, verð á bensíni og olíu hækkaði um 5,8 prósent og  flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 8,8 prósent






Fleiri fréttir

Sjá meira


×