Viðskipti innlent

Verðbólga enn undir neðri mörkum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útsölur hafa áhrif á verðlagið.
Útsölur hafa áhrif á verðlagið.
Tólf mánaða verðbólga mælist 0,8 prósent og án húsnæðis mælist hún 0,6 prósent. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í janúar er 419 stig og lækkaði um 0,71 prósent í desember.



Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 15,2% (áhrif á vísitöluna -0,72%) og verð á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. lækkaði um 4,9% (-0,22%). Verð á bensíni og olíum lækkaði um 11,0% (-0,42%). Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 2,6% (0,38%) en kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð leiga) hækkaði um 1,3% (0,19%).

Í janúar 2015 tóku gildi breytingar á skattkerfinu. Almenn vörugjöld og sykurskattur voru felld niður og efra þrep virðisaukaskatts var lækkað úr 25,5% í 24,0% en lægra þrep virðisaukaskatts (matvæli o.fl.) hækkað úr 7% í 11%. Hagstofan segir að ekki sé unnt að meta áhrif þessara breytinga á sköttum sérstaklega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×