Viðskipti innlent

Verðbólga á Íslandi hæst í Evrópu

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Vilhelm
Hvergi í Evrópu var verðbólga hærri en hér á Íslandi í nóvember samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Frá þessu er sagt í Viðskiptablaðinu í dag.

Reiknaður er út samræmdur mælikvarði fyrir verðbólgu innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Á þann mælikvarða var verðbólga á Íslandi 3% á ársgrundvelli í nóvember. Innan ESB mældist verðbólgan 1% sem er aðeins lægra en verðbólga innan evrusvæðisins.

Í Viðskiptablaðinu segir að næst á eftir Íslandi komi Eistland, en verðbólgan þar mældist 2,1% í nóvember. Í Finnlandi hækkaði verðlag um 1,8% í mánuðinum.

Sé litið til 12 mánaða meðaltals verðbólgu situr Ísland einnig í fyrsta sæti með 4,3% verðbólgu. Á sama tíma var verðbólga innan ESB 1,6% og 1,5% á evrusvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×