Enski boltinn

Verða að nota Liverpool manninn annars fá þeir sekt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marko Grujic.
Marko Grujic. Vísir/Getty
Nýr liðsfélagi Arons Einars Gunnarsson verður að spila með liðinu því annars þarf Cardiff City að borga sekt.

Liverpool lánaði velska b-deildarliðinu Serbann Marko Grujic til enda þessa tímabils. Hinn 21 árs gamli leikmaður verður að spila að minnsta kosti fjórtán leiki með Cardiff. Ef hann gerir það ekki þá þarf Cardiff að borga Liverpool skaðabætur.





 „Þetta er alveg ásættanlegt. Ég held að þetta sé góður samningur fyrir báða aðila því ég vil spila honum,“ sagði Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff City. BBC segir frá.

Marko Grujic kom til Liverpool frá Rauðu Stjörnunni í janúar 2016 og borgaði enska félagið 5,1 milljón punda fyrir hann. Grujic hefur hinsvegar aðeins spilað sex leiki með Liverpool á tímabilinu.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er þó langt frá því að vera búinn að gefa upp vonina með strákinn en vill að hann fái að spila. Það vill Neil Warnock líka.





„Ég held að þetta verði gott fyrir hann. Við getum komið honum í leikæfingu. Það er HM í sumar og hann vonast til að komast þangað. Ef við komum honum í gang þá græða allir,“ sagði Warnock.

„Okkur verður ekki refsað ef hann meiðist. Við eigum 19 deildarleiki eftir og vonandi getur hann spilað þá alla,“ sagði Warnock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×