FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 08:09

Harđlínumađur stađfestur sem sendiherra í Ísrael

FRÉTTIR

Verđ á landbúnađarvörum gćti lćkkađ um allt ađ helming međ afnámi tolla

 
Innlent
18:45 01. MARS 2016
Verđ á landbúnađarvörum gćti lćkkađ um allt ađ helming međ afnámi tolla

Verð á landbúnaðarvörum gæti lækkað um allt að helming með afnámi tolla. Þetta kom fram á fundi um búvörusamninga í morgun en forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands segir að nýju samningarnir stuðli að óbreyttu kerfi og þjóni ekki neytendum.

Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, boðuðu til fundar í morgun þar sem nýundirritaðir búvörusamningar voru til umræðu.

Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, en hann segir samninga ekki þjóna hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti.

„Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði.

Henný Hinz hagfræðingur hjá ASÍ tekur í svipaðan streng og segir að með samráðsleysi við gerð samningana hafi góðu tækifæri til að nútímavæða landbúnaðarkerfið verið sólundað. Neytendur hagnist mest á aukinni samkeppni og lækkun tolla.

„Það er auðvitað alveg ljóst að sú mikla tollvernd sem hér er hefur veruleg áhrif á vöruverð. Það er niðurstaða sem oftar en einu sinni hefur komið út úr greiningum á matvælaverði hér á landi. Það er líklega engin ein aðgerð sem myndi hafa jafn mikil áhrif á matvælaverð eins og að draga úr tollverndinni,“ segir Henný.

Með afnámi tolla gæti smjör þannig lækkað um allt að 17 prósent. Ostur um allt að 28 prósent. Mjólkurduft um 34 prósent, Svínakjöt um 33 prósent, kjúklingur um 37 prósent og kjúklingabringur um 58 prósent. Afnám tolla myndi hins vegar ekki hafa áhrif á verð á lambakjöti.

Daði segir að fáir hagnist á þeim samningum sem nú hafa verið undirritaðir.

„Kannski einhver hópur bænda sem sem er búin að koma sér vel fyrir í núverandi kerfi en fáir aðrir,“ segir Daði.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Verđ á landbúnađarvörum gćti lćkkađ um allt ađ helming međ afnámi tolla
Fara efst