Erlent

Ver fingurgjöf til mótmælenda

Samúel Karl Ólason skrifar
Gabriel með fingurinn á lofti.
Gabriel með fingurinn á lofti. Vísir/AFP
Sigmar Gabriel, varakannslari Þýskalands og fjármálaráðherra, hefur varið það að hann hafi gefið mótmælendum fingurinn fyrr í mánuðinum. Hann segir sín einu mistök hafa verið að nota ekki báðar hendur.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

Þá segir Gabriel að gagnrýndendur sínir ættu að hugsa út í eigin viðbrögð ef tólf ungir, ógnandi og blótandi Nasistar væru að kalla á þá.

Unga fólkið sem um ræðir var samvæmt frétt BBC að kalla Gabriel svikara og rifja upp fortíð föður hans. Faðir Gabriel studdi Nasistaflokkinn og neitaði ávalt fyrir það að Helförin hefði átt sér stað.

Í myndbandinu má heyra mótmælendurna kalla: „Faðir þinn elskaði land sitt. Hvað ert þú að gera? Þú ert að rústa því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×