Vemmelund kominn til Írlands

 
Íslenski boltinn
16:00 12. JANÚAR 2016
Vemmelund varđ Íslandsmeistari međ Stjörnunni áriđ 2014.
Vemmelund varđ Íslandsmeistari međ Stjörnunni áriđ 2014. VÍSIR/GETTY

Danski bakvörðurinn Niclas Vemmelund hefur ákveðið að semja við Derry City og mun því spila í írsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Vemmelund sló í gegn sem hægri bakvörður Stjörnunnar sumarið 2014 þegar liðið fór í gegnum tímabilið í Pepsi-deild karla án þess að tapa og varð svo Íslandsmeistari.

Hann hélt svo til Svíþjóðar og spilaði síðast með Brommapojkarna sem féll úr sænsku B-deildinni í haust.

Vemmelund er 23 ára gamall og var orðaður við nokkur lið í Pepsi-deildinni í fyrra en ekkert varð af því að hann sneri aftur hingað til lands.

Derry City varð í sjöunda sæti írsku deildarinnar í fyrra en nýtt tímabil hefst í byrjun mars.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Vemmelund kominn til Írlands
Fara efst