Vemmelund kominn til ═rlands

 
═slenski boltinn
16:00 12. JAN┌AR 2016
Vemmelund var­ ═slandsmeistari me­ Stj÷rnunni ßri­ 2014.
Vemmelund var­ ═slandsmeistari me­ Stj÷rnunni ßri­ 2014. V═SIR/GETTY

Danski bakvörðurinn Niclas Vemmelund hefur ákveðið að semja við Derry City og mun því spila í írsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Vemmelund sló í gegn sem hægri bakvörður Stjörnunnar sumarið 2014 þegar liðið fór í gegnum tímabilið í Pepsi-deild karla án þess að tapa og varð svo Íslandsmeistari.

Hann hélt svo til Svíþjóðar og spilaði síðast með Brommapojkarna sem féll úr sænsku B-deildinni í haust.

Vemmelund er 23 ára gamall og var orðaður við nokkur lið í Pepsi-deildinni í fyrra en ekkert varð af því að hann sneri aftur hingað til lands.

Derry City varð í sjöunda sæti írsku deildarinnar í fyrra en nýtt tímabil hefst í byrjun mars.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Fˇtbolti / ═slenski boltinn / Vemmelund kominn til ═rlands
Fara efst