Íslenski boltinn

Vemmelund kominn til Írlands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vemmelund varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014.
Vemmelund varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014. Vísir/Getty
Danski bakvörðurinn Niclas Vemmelund hefur ákveðið að semja við Derry City og mun því spila í írsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Vemmelund sló í gegn sem hægri bakvörður Stjörnunnar sumarið 2014 þegar liðið fór í gegnum tímabilið í Pepsi-deild karla án þess að tapa og varð svo Íslandsmeistari.

Hann hélt svo til Svíþjóðar og spilaði síðast með Brommapojkarna sem féll úr sænsku B-deildinni í haust.

Vemmelund er 23 ára gamall og var orðaður við nokkur lið í Pepsi-deildinni í fyrra en ekkert varð af því að hann sneri aftur hingað til lands.

Derry City varð í sjöunda sæti írsku deildarinnar í fyrra en nýtt tímabil hefst í byrjun mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×