Innlent

Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mikael Torfason rithöfundur.
Mikael Torfason rithöfundur.
Listamannalaun eiga fullan rétt á sér en mikilvægt er að þeim sé úthlutað þannig að enginn vafi leiki á um að þar ráði ekki annarleg sjónarmið för. Þetta segir Mikael Torfason rithöfundur í skoðanagrein sinni í Fréttablaðinu í dag.

Hann vísar til þess að stjórn Rithöfundasambands Íslands velur sjálf nefndina sem úthlutar listamannalaunum, líkt og Vísir greindi frá á dögunum, en öll aðalstjórn félagsins fékk úthlutað tólf mánaða rithöfundalaun.  Mikael furðar sig á þessu og segir að svo kunni að vera að óljósar skilgreiningar liggi fyrir í þessum málum.

„Fyrir árið 2015 skilaði ég til úthlutunarnefndarinnar drögum að nýrri bók, minni sjöttu, og leikriti. Bókin heitir Týnd í paradís og fékk ljómandi viðtökur. Mín besta bók, er mér sagt. Leikritagerðin sneri að Síðustu dögum Kjarvals sem Útvarpsleikhúsið flutti og svo Njálu í Borgarleikhúsinu,“ segir Mikael. Hann sé ekki að telja þetta upp til að monta sig heldur hljóti úthlutunarnefndin í þessu ljósi að hafa misstigið sig.

„Ég ætla ekki að setja á ræðu um gildi listarinnar, eða menningarinnar; listamannalaun eiga fullan rétt á sér. En, þeim verður að úthluta þannig að enginn vafi leiki á um að þar ráði ekki annarleg sjónarmið för.“

Pistil Mikaels má lesa í heild hér.


Tengdar fréttir

Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum

Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×