Viðskipti innlent

Veltan með bréf jókst um 67%

Haraldur Guðmundsson skrifar
Starfsfólk Kauphallar Íslands skoðar þróun hlutabréfaverðs Icelandair Group.
Starfsfólk Kauphallar Íslands skoðar þróun hlutabréfaverðs Icelandair Group. vísir/stefán
Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í febrúar námu 85,2 milljörðum króna eða 4.262 milljónum á dag. Það er 88 prósenta hækkun frá fyrri mánuði og 67 prósenta hækkun milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni. Mest voru viðskipti með bréf í Marel en velta með þau nam 17,6 milljörðum.

Icelandair Group kom þar á eftir með þrettán milljarða og olíufélagið N1 með 8,4 milljarða. Bréf Haga veltu 6,7 milljörðum og Símans tæpum 6,5 milljörðum en 20 félög eru skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar. Úrvalsvísitalan (OMX18) hækkaði um 0,3 prósent milli mánaða og stendur nú í 1.725 stigum. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×