Viðskipti innlent

Veltan á fasteignamarkaðinum jókst um 26,5% í mars

Veltan á fasteignamarkaðinum í höfuðborginni jókst um 26,5% í mars miðað við sama mánuð í fyrra. Fjöldi kaupsamninga jókst um 8,8%.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í mars s.l. var 445. Heildarvelta nam 14,5 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 32,6 milljónir króna.

Í mars í fyrra var 409 kaupsamningum þinglýst, velta nam 11,5 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 28,1 milljón króna.

Af veltunni í mars í ár námu viðskipti með eignir í fjölbýli 8,4 milljörðum kr., viðskipti með eignir í sérbýli 3,5 milljörðum kr. og viðskipti með aðrar eignir 2,6 milljörðum kr.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×