Viðskipti innlent

Velta ISS 3,2 milljarðar

sæunn gísladóttir skrifar
Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdarstjóri ISS.
Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdarstjóri ISS. vísir/gva
Velta hreingerningarþjónustunnar ISS Ísland nam 3,2 milljörðum króna á síðasta ári og hækkaði um tæpar 60 milljónir milli ára. Hagnaður fyrirtækisins nam 162 milljónum króna og jókst um rúmar 20 milljónir milli ára. Eignir í lok árs 2014 numu rúmum 2 milljörðum króna, samanborið við 1,9 milljarða árið 2013.

Meðaltal starfsmanna ISS Ísland fækkaði frá 529 árið 2013 í 515 árið 2014. Laun og launatengdur kostnaður hækkaði hins vegar milli ára og nam 2,4 milljörðum króna. Þar af voru laun framkvæmdastjórans, Guðmundar Guðmundssonar, 31,3 milljónir króna. Hlutafé félagsins nam 1,7 milljörðum króna í lok árs. Stjórn félagsins lagði til að arður yrði ekki greiddur til hluthafa á árinu 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×