Erlent

Vélræn mörgæs á hjólum hjálpar til við rannsóknir

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá hina vélknúnu mörgæs taka þátt í gleðinni.
Hér má sjá hina vélknúnu mörgæs taka þátt í gleðinni.
Vísindamenn sem rannsaka hegðun keisaramörgæsa á Suðurheimskautslandinu hafa hannað nýja vélræna mörgæs á hjólum. Þessi vélknúni fugl þykir henta vel í rannsóknarvinnu. Mörgæsirnar eru ekki hræddar við hana og virðast hegða sér eðlilega.

Hér má sjá myndband af rannsókninni:





Áður notuðu vísindamennirnir mörgæs sem var búin til úr trefjagleri en sú hræddi hinar lifandi keisaramörgæsir og hafði áhrif á rannsóknir vísindamannanna. En þessi nýja mörgæs er loðin og virðist ekki hræða dýrin. Á vef Washington Post kemur fram að hinar lifandi mörgæsir hafi meira að segja sungið fyrir hina vélknúnu mörgæs.

Hér að neðan má sjá fleiri myndbönd frá rannsókninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×