Lífið

Vélmennin munu berjast

Samúel Karl Ólason skrifar
Kuratas vélmenni Suidobashi.
Kuratas vélmenni Suidobashi. Vísir/AFP
„Suidobashi, þið eigið risastórt vélmenni, við eigum risastórt vélmenni. Þið vitið hvað þarf að gerast.“ Svo hljóðaði áskorun forsvarsmanna bandaríska fyrirtækisins MegaBots til forsvarsmanna Suidobashi. Bæði fyrirtækin hafa framleitt gífurlega stór vélmenni sem stýrt er af manneskjum.

Bandaríkjamennirnir vilja að vélmenni fyrirtækjanna berjist og Japanarnir hafa nú tekið þeirri áskorun. Hér að neðan má sjá áskorun MegaBots.

Mark 2, vélmenni MegaBots er sex tonn að þyngd og skýtur málningarskotum á yfir 160 kílómetra hraða. Markmið fyrirtækisins er að koma á laggirnar íþróttakeppni þar sem vélmenni berjast til sigurs. Suidobashi hafa þegar sett Kuratas vélmenni sitt á almennan markað.

Kogoro Kurata, framkvæmdastjóri Suidobashi, birti myndband á Youtube þar sem hann svarar áskorun MegaBots á þennan hátt: „Ég mun berjast.“

Fyrirtækin hafa nú ár til þess að undirbúa vélmenni sín fyrir bardagann.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×