Erlent

Vélmenni húkkar far þvert yfir Kanada

Atli Ísleifsson skrifar
Hönnuðir hitchBOT vonast til að vélmennið skili sér til Bresku Kólumbíu áður en langt um líður.
Hönnuðir hitchBOT vonast til að vélmennið skili sér til Bresku Kólumbíu áður en langt um líður. Vísir/Getty
Vélmenni á stærð við barn reynir nú að húkka sér far þvert yfir Kanada þar sem hann treystir á góðmennsku ókunnugra og eigin sjarma.

Vélmennið hitchBOT hóf för sína í Halifax um helgina og vonast hönnuðir þess til að það ljúki ferð sinni í Bresku Kólumbíu, rúmum sex þúsund kílómetrum í burtu áður en langt um líður.

Vélmennið er að sjálfsögðu háð því að ókunnugir leyfi honum að sitja í bíl sínum. Á vef Independent segir að hitchBOT sé nú þegar kominn til Campbellton um 560 kílómetra frá Halifax.

Frauke Zeller, hönnuðurinn sem starfar við Ryerson-háskóla í Toronto, segir vanalega spurt hvort við getum treyst vélmennum. „Í þessu verkefni er þessu snúið við. Geta vélmenni treyst mönnum?“

Á vef hitchBOT má fylgjast með ferð ferðalangsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×