Innlent

Velferðarsviðið verði kannað betur

Linda Blöndal skrifar
Í áfangaskýrslu Umboðsmanns borgara sem kynnt var í borgarstjórn í gær segir að borgarbúar upplifi tortryggni af hálfu starfsmanna, þöggun á mistökum, ofuráherslu á fjárhagslegar hindranir fyrir umbeðinni þjónustu. Einnig að innri átök séu á velferðarsviðinu og samskipta- og stjórnendavandi sem bitni á þjónustunni og þá fær fólk ekki sjálfsögð gögn sem varða mál þess. Miðstýring sé of mikil og  þá séu dæmi um að starfsmaður hafi rætt um holdafar borgarbúa og sett í samhengi við rétt hans til tiltekinnar þjónustu.

Almennt þykir þekking starfsfólks á sviðinu á reglum stjórnsýslunnar ábótavant.

Umboðsmaður borgarbúa hefur starfað í rúmt ár, frá byrjun maí í fyrra til 1.september síðastliðinn og hefur leiðbeint borgarbúum og fyrirtækjum sem telja á sér brotið hjá Reykjavíkurborg og haft eftirlit með stjórnsýslu borgarinnar. Embættinu var komið á laggirnar sem tilraunaverkefni og á starfstímanum komu meira en 400 mál til kasta umboðsmanns, flest þeirra voru um velferðarsvið borgarinnar eða rúmlega 160.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×