Sport

Vélbyssukjafturinn stóð við stóru orðin á 106 sekúndum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Írski Íslandsvinurinn og bardagakappinn ConorMcGregor, góðvinur GunnarsNelson, átti ekki í teljandi vandræðum með að vinna Bandaríkjamanninn DustinPoirer í UFC-fjaðurvigtarbardaga þeirra á laugardaginn.

Conor var búinn að rífa kjaft í margar vikur fyrir bardagann og segja að Írarnir væru ekki mættir til að taka þátt í UFC heldur til að taka yfir sambandið og bardagalistina.

Hann stóð við stóru orðin og rotaði Poirer eftir 106 sekúndur í fyrstu lotu, en Bandaríkjamaðurinn er í fimmta sæti styrkleikalista fjaðurvigtarinnar. Conor var í níunda sæti fyrir bardagann.

Bardagann má sjá í heild sinni hér að ofan í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar.

Þjálfari Conors er Írinn JohnKavanagh sem einnig þjálfar Gunnar Nelson og heldur hann nú í langferð til Stokkhólms þar sem hann kemur til móts við Gunnar fyrir bardaga hans gegn Rick Story.

Gunnar berst á laugardaginn í aðalbardaga kvöldsins á UFC-bardagakvöldi í Stokkhólmi. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fáðu þér áskrift í síma 5125100.

MMA

Tengdar fréttir

UFC 178: Conor McGregor berst í kvöld

Einn umtalaðasti bardagamaður UFC í dag, Íslandsvinurinn Conor McGregor, mætir Dustin Poirier í rosalegum bardaga á UFC 178 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×