Erlent

Vél Virgin lent á Gatwick-flugvelli

Atli Ísleifsson skrifar
Um er að ræða vél af gerðinni Boeing 747.
Um er að ræða vél af gerðinni Boeing 747. Twitter/Willie74hunt
Farþegavél flugfélagsins Virgin Atlanticlenti örugglega fyrir skemmstu eftir að hafa hringsólað yfir London í nokkurn tíma. Talsverður viðbúnaður var á Gatwick-flugvekki eftir að bilunar var vart í lendingarbúnaði.

Vélin tók upphaflega á loft frá Gatwick-flugvelli og var heitið til bandarísku borgarinnar Las Vegas. Henni var snúið við eftir að bilunarinnar varð vart.

Í frétt BBC kemur fram að vélin, VS43, hafi hringsólað fyrir ofan London í þeim tilgangi að eyða eldsneyti til að auðvelda lendingu. Um er að ræða vél af gerðinni Boeing 747.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×