Sport

Vel tekið á móti Anítu í Leifsstöð | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var vel tekið á móti Anítu Hinriksdóttur þegar hún lenti á Íslandi laust eftir hádegi. Fékk hún góðar mótttökur í Leifsstöð frá ömmu sinni, Önnu Guðundsdóttur, sem og fulltrúum Frjálsíþróttasambands Íslands og ÍR.

Aníta varð fyrsti Íslendingurinn í nítján ár til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss um helgina er hún vann brons í 800 m hlaupi kvenna.

Arnar Björnsson og Friðrik Þór Halldórsson, myndatökumaður, fylgdust með og ræddu við þær Anítu og Önnu líkt og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

Nánar verður rætt við Anítu í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Aníta vann bronsverðlaun á EM

Aníta Hinriksdóttir varð þriðja í dag í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Belgrad í Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×