Innlent

Vel hefur gengið í kirkjugörðum Reykjavíkur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Fossvogskirkjugarði í morgun.
Frá Fossvogskirkjugarði í morgun. Vísir/Pjetur
„Það hefur bara gengið ljómandi vel hér í Fossvogskirkjugarði og ég veit ekki betur en að það hafi gengið vel annars staðar líka,“ segir Þorgeir Adamsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, en mikill fjöldi leggur vanalega leið sína í garðana á aðfangadag. Hann segir erfitt að leggja mat á hve margir koma í garðana í dag en telur þá skipta þúsundum.

„Veðrið er auðvitað mjög gott og það hefur ekki verið mjög mikil umferð en hún fer vaxandi jafnt og þétt. Fólk er auðvitað að koma hingað á öllum tímum dagsins, við starfsmennirnir erum bara hér til 15 en margir koma eftir það.“

Aðspurður hvort umferðin dreifist yfir fleiri daga segir Þorgeir svo vera; töluverður fjöldi hafi bæði komið í garðana í gær, á Þorláksmessu, sem og á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×