Erlent

Vekur athygli á slæmu ástandi vega með óvenjulegri aðferð

Birgir Olgeirsson skrifar
Listamaðurinn Wanksy ákvað að vekja athygli á slæmu ástandi vega með því að teikna getnaðarlimi við holurnar.
Listamaðurinn Wanksy ákvað að vekja athygli á slæmu ástandi vega með því að teikna getnaðarlimi við holurnar. Vísir/Getty
Margir hafa kvartað yfir ástandi gatnakerfisins í Reykjavík í vetur og  holurnar leikið ökumenn illa. Einhverjir skrifuðu stöðuuppfærslur á samfélagsmiðla, aðrir hringdu inn í útvarpsþætti en hér er á ferðinni listamaður frá Englandi sem gengur undir nafninu Wanksy og beitti heldur óvenjulegri aðferð til að vekja athygli á bágbornu ástandi vega í Manchester.

Í samtali við ManchesterEveningNews sagðist hann hafa ákveðið að vekja athygli á illa förnum leiðum eftir að vinir hans höfðu slasast við hjólreiðar.

„Ég vildi veita þessu athygli og gera það eftirminnilega. Þá var ekkert annað í stöðunni en að teikna risa getnaðarlimi við skemmdirnar,“ sagði  Wanksy við ManchesterEveningNews.

„Þetta var einnig fljótlegt, ég vil ekki vera of lengi að störfum. Ég vildi bara framkalla bros og vekja athygli á þessu ástandi.“

Fjölmiðlar í Bretlandi hafa veitt honum athygli og sagði hann við fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að þessi aðferð hafi skilað árangri því nú þegar hafa starfsmenn borgarinnar lagfært nokkrar skemmdir. „Fólk ekur yfir holurnar og gleymir þeim. Ef þú gerir þær fyndnar þá verða þær eftirminnilegar og þú gleymir þeim ekki.“

„Ég vildi veita þessu athygli og gera það eftirminnilega. Þá var ekkert annað í stöðunni en að teikna risa getnaðarlimi við skemmdirnar,“ sagði  Wanksy við ManchesterEveningNews.

Here's a nice long one for you all.

Posted by Wanksy - Road Artist on Saturday, April 18, 2015
„Þetta var einnig fljótlegt, ég vil ekki vera of lengi að störfum. Ég vildi bara framkalla bros og vekja athygli á þessu ástandi.“

Here's a nice big wanksy to cheer you up as you go back to work .

Posted by Wanksy - Road Artist on Monday, April 6, 2015
Fjölmiðlar í Bretlandi hafa veitt honum athygli og sagði hann við fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að þessi aðferð hafi skilað árangri því nú þegar hafa starfsmenn borgarinnar lagfært nokkrar skemmdir. „Fólk ekur yfir holurnar og gleymir þeim. Ef þú gerir þær fyndnar þá verða þær eftirminnilegar og þú gleymir þeim ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×